Sveinspróf í rafeindavirkjun eru haldin tvisvar á ári í lok skólaannar og eru samþætt lokaprófum á 6. og 7. önn í skólum sem kenna rafeindavirkjun.


Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur fyrir Sveinsprófin á haustönn 2025 er 16. október - 16. nóvember

ATH. Ekki er tekið við umsóknum í sveinspróf eftir að umsóknarfrestur er liðinn

 

Skráning

Eingöngu tekið við umsóknum í gegnum vefsíðu Rafmenntar

Skráning

 

Upplýsingar

Sveinspróf 

Reglugerð um sveinspróf

Vinnustaðarnám og rafræn ferilbók

Reglugerð um vinnustaðanám

Leiðbeiningar um rafræna ferilbók

Kynningarmyndbönd frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Upplýsingar um rafræna ferilbók hjá Nemastofu.

 

Sveinsbréf

Fyrir afhendingu sveinsbréfa þá þarf nemi að hafa útskrifast úr skóla og lokið vinnustaðarnámi samkvæmt rafrænni ferilbók eða námssamning. 

Staðfestingu frá skóla um að rafrænni ferilbók sé lokið ásamt burtfararskírteini þarf að senda á tölvupóstfangið: rafeindavirkjun(hjá)rafmennt.is

 

Eldra fyrirkomulag:

Ef þú laukst námi fyrir 2010, áður en sveinspróf voru samþætt lokaprófum  6. og 7. annar og óskar eftir að taka sveinspróf eftir eldra fyrirkomulagi, vinsamlega hafðu þá samband við skrifstofu Rafmennt.

 

Dagskrá

Sveinsprófin í Tækniskólanum verða haldin 27. nóvember til 3. desember

Sveinsprófin í Verkmenntaskólanum á Akureyri verða haldin 10. desember til 15. desember

 

Dagskrá sveinsprófa í Tækniskólanum:

Prófþáttur Dagsetning Tími
MEKA (Mekatronic) /STTÆ (Stýritækni og forritun) 27. nóv 13:00
FTK (Fagteikning veikstraums)  28. nóv 09:00 - 11:00
SMÍH-B (Smíði og hönnun rafeindarása) 28. nóv 13:00
RABM (Rafeindabúnaður og mælingar) 1. des 09:00 - 11:00
FJST (Fjarskiptatækni)  2. des 09:00 - 11:00
NET (Nettækni og miðlun)  3. des 09:00 - 11:00

 

Dagskrá sveinsprófa í Verkmenntaskólanum á Akureyri:

Prófþáttur Dagsetning Tími
RABM (Rafeindarásir og mælingar) 10. des 9:00 - 11:00
FJST (Fjarskiptatækni) 11. des 9:00 - 11:00
NET (Nettækni og miðlun) 11. des 13:00 - 15:00
MEKA (Mekatronic) /STTÆ (Stýritækni og forritun) 12. des 9:00
FTK (Fagteikning veikstraums) 15. des 9:00 - 11:00
SMÍH-B (Smíði og hönnun rafeindarása) Próf ekki á dagskrá  

Upplýsingar um próf:

Próf: MEK (Mekatronic) /STT (Stýritækni og forritun) próftakar kynna verkefni og fá spurningar frá sveinsprófsnefnd. Próftökum verður raðað niður á tíma.

Á 6. önn er sveinspróf í:

Smíði og hönnun SMH 203

Á 7. önn er sveinspróf í:

Fagteikningu FTK 301
Fjarskiptatækni FJS 303
Net og miðlun NOM 303
Rafeindabúnaði og mælingum RAB 303
Stafrænnitækni og sjálfvirkni STS 303
Rafeindavélfræði MEK 303