Dagana 13. - 15. mars 2025 fór fram Íslandsmót í iðn- og verkgreinum, Mín framtíð, í Laugardalshöll þar sem hæfileikaríkir nemendur sýndu færni sína í fjölbreyttum greinum. Rafmennt var með kynningarbás á sýningunni og kynnti starfsemi sína og nám í rafiðngreinum.

Samtals kepptu 15 nemendur í rafvirkjun og rafeindavirkjun og stóðu sig með prýði. Keppendur sýndu fram á faglega vinnubrögð og vandvirkni í krefjandi verkefnum sem prófuðu þekkingu þeirra og færni.

Við hjá Rafmennt erum stolt af þátttakendum og þökkum þeim, kennurum og skipuleggjendum mótsins fyrir frábæran viðburð. Slík mót eru mikilvæg fyrir framtíð iðngreina og gefa nemendum einstakt tækifæri til að þróa hæfni sína og kynna sér nýjungar í faginu.

Rafmennt óskar verðlaunahöfum og þátttakendum til hamingju með árangurinn á Íslandsmóti iðngreina. Framtíðin er rafmögnuð!