Hjörtur Árnason til vinstri afhendir Rúnari Sigurjónsson verkefnastjóra veikstraums, Check Point eld…
Hjörtur Árnason til vinstri afhendir Rúnari Sigurjónsson verkefnastjóra veikstraums, Check Point eldveggi til notkunar í kennslu í netöryggi hjá Rafmennt.

Rafmennt hefur fengið afhenta Check Point eldveggi að gjöf frá fyrirtækinu H.Árnason ehf. Hjörtur Árnason, eigandi fyrirtækisins, afhenti búnaðinn sem mun nýtast við kennslu í netöryggi.

Check Point eldveggir eru NGFW (Next-Generation Firewall) eldveggir sem bjóða upp á háþróaðar varnir gegn netógnum. Hafa þessir eldveggir reynst koma mjög vel út úr öryggisprófunum og hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi frammistöðu í öryggisprófunum greiningaraðila, þar sem þeir náðu 99,8% hindrunartíðni gegn ógnum samkvæmt Miercom Firewall Security Benchmark Report. Hægt er að stilla þá til að greina og stöðva innbrotstilraunir í rauntíma(IPS), stjórna aðgangi að forritum og koma í veg fyrir notkun óæskilegra hugbúnaðar, keyrir hermi fyrir grunsamlegar skráa í öruggu umhverfi og hindra núll-dags árásir (Zero-Day Protection).

Þessi gjöf styrkir kennslu í netöryggi hjá Rafmennt og veitir nemendum dýrmæt tækifæri til að vinna með raunverulegan netöryggisbúnað. Rafmennt þakkar H.Árnason ehf kærlega fyrir stuðninginn við menntun í upplýsingatækni.