Frá afhendingu á Hilton Reykjavík Nordica
Frá afhendingu á Hilton Reykjavík Nordica

Afhending sveinsbréfa fór fram við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri þann 28. mars og Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 29. mars 2025. 

Alls voru 87 nemendur úr rafiðngreinum sem fengu sveinsbréfin sín afhent í Reykjavík en það eru 80 nemendur í rafvirkjun, 2 rafvélavirkjar og 5 í rafveituvirkjun.

Á Akureyri voru 25 nemendur úr rafiðngreinum sem fengu afhent sveinsbréf  það eru 2 í rafeindavirkjun, 18 í rafvirkjun, 3 í rafveituvirkjun og 2 nemendur í rafvélavirkjun.

Verðlaun vegna góðs árangurs á sveinsprófum rafvirkja í febrúar 2025 hlutu Ágúst Már Sigurðsson og Stefán Trausti Njálsson fyrir skriflegan hluta, Guðmundur Ragnar Jónasson fyrir verklegan hluta og Heiðar Snær Bjarnason fyrir heildar árangur.


Frá afhendingu í Hofi, Akureyri þann 28. mars

Myndir frá athöfn má nálgast á Flickr síðu Rafmenntar.