3 áfangar - 15 einingar

Stýritækni og forritun 1

Nemendur læra grundvallaratriði í C forritun og hvernig hægt er að nota hana til að forrita stýriörgjörva (svo sem PIC og Arduino). Að síðustu setja nemendur upp þróunarkerfi fyrir C og læra á uppbyggingu þess. Í framhaldi af þessu læra nemendur undirstöðu í C, læra að nota einfaldar forlykkjur og að setja upp einfalda skipanalínu. Nemendur vinna síðan einföld forritunarverkefni með forritun stýriörgjörva í huga. Í lok þessa áfanga eru nemendur færir um að skrifa einföld C-forrit fyrir stýriörgjörva þar sem stýriörgjörvinn stýrir virkni einfaldra tækja. 

Stýritækni og forritun 2

Þessi áfangi er í beinu framhaldi af STTÆ2RE05AR og í honum er farið dýpra í C-forritun auk þess sem nemendur kynnast C++. Farið er í fylki og föll ásamt því að fjallað er um flóknari gagnatög þ.e klasa sem er grunnur að hlutbundinni forritun (C++). Öll forritun í þessum áfanga er miðuð við stýriörgjörva forritun (embedded programming). Í lok þessa áfanga eru nemendur færir um að takast á við stór stýriforrit í næsta áfanga, þar sem nemendur þurfa að hanna og smíða stjórntölvu fyrir iðnaðarumhverfi ásamt því að skrifa stýriforritið fyrir stýriörgjörvann (500 til 800 línur í C).

Stýritækni og forritun 3

Nemendur fá tilsögn og þjálfun í skipulögðum vinnubrögðum við úrlausn stærri/flóknari verkefna. Nemendur fá viðamikið verkefni sem feslt í að skrifa stýriforrit fyrir stjórntölvu fyrir iðnaðarvélbúnað svo sem vörulyftur, færibönd og flokkara. Þessi áfangi er unnin samhliða sveinsprófsáfanga í Mekatronik. Sveinsprófsverkefnið felur, til viðbótar við forritunina, í sér smíði stjórntölvunnar auk nauðsynlegs vélbúnaðar og gerð ýtarlegrar lýsingar á tækinu. (C-forritið er frá 500 upp í 800 línur). Í lok þessa áfanga hafa nemendur öðlast færni til að fást við frumhugmynd, hönnunar- og forritunarúrvinnslu í stýringum og verkefni sem spanna bæði forritun í hefðbundnu tölvuumhverfi (PC) og tengingu við forritanlegar stýrirásir (embedded programming) ásamt því að smíða vél- og rafeindabúnaðinn. Áfanganum lýkur með sveinsprófi.