3 áfangar - 15 einingar
Smíði og hönnun rafeindarása 1
Í þessum áfanga er lögð áhersla á hönnun og smíði rafeindarása til að taka við boðum og stýra ytri búnaði. Kennd er hönnun og smíði samsettra rafeindarása og veitt innsýn í eðlisfræði íhluta. Smíðaðar eru einingar til að taka við merkjum frá skynjurum og til aflstýringar á orkufrekum tækjum. Farið er í uppröðun og tengingar á tilbúnum iðnaðarreglunareiningum á DIN skinnu og gengið frá kassa með búnaði á DIN skinnu í samræmi við staðla og ákvæði reglugerða. Farið er í fínlóðningar með yfirborðsásetta íhluti (SMD) og kennd tækni við að skipta út íhlutum með mörgum tengingum. Nemendur skili teikningum á viðurkenndu formi með teiknitáknum í viðurkenndum staðli. Farið er í kynnisferðir í framleiðslufyrirtæki. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og notkun hermiforrita.
Smíði og hönnun rafeindarása 2
Þessum áfanga lýkur með sveinsprófi. Hér velja nemendur sér verkefni við hæfi og hanna og smíða rafeindatæki sem hefur tiltekið hlutverk. Nemendur geta stuðst við hönnun annara hvort heldur sem er af neti, bókum eða tímaritum. Nemendur hanna heildarrrásina, r teikna á viðurkenndu formi í viðurkenndum staðli, kanna virkni í hermiforriti, hanna prentplötu, prenta, æta eða fræsa plötuna. Íhlutir lóðaðir á plötuna, rásin prófuð og sannreynd. Rásin þarf kassa sem nemandi smíðar úr áli, blikki eða plasti með 3D prentun. Nemendur stúdera jafnframt virkni rásarinnar og skulu geta útskýrt virkni hennar. Val á verkefni er í samvinnu við kennara og sveinsprófsnefnd. Valið miðast við vinnutíma bak við 5 einingar en æskilegt er að nemendur sýni metnað í vinnubrögðum.
Smíði og hönnun rafeindarása 3
Nemendur þjálfast í öguðum vinnubrögðum og læra um mikilvægi vandaðrar vinnu og vandaðs frágangs. Nemendur fá þjálfun í smíði rafeindabúnaðar sem styður sveinsprófsáfangana FJST og MEKA. Nemendur smíða rafeindatæki samkvæmt forskrift kennara sem síðar fer til mats hjá sveinsprófsnefnd. Einkunn fyrir áfangann er sú sama og fyrir MEKA4RE05CR og STTÆ3RE05CR enda samþættir í sveinsprófi.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050