3 áfangar - 15 einingar
Rafeindavélfræði 1
Nemendur læra um ýmiss forritunarmál sem snerta vélaforritun s.s. assembler, basic og C. Uppbygging örgjörva og hvernig þeir tengjast útværum rásum og stýra eða skynja. Nemendur læra um ýmsar gerðir skynjara og stýrirofa og hvernig örtölvur eru notaðar til að vinna ýmiss verkefni. Nemendur leysa verkefni í stýrtækni til að láta vélbúnað vinna ýmiss sjálfvirk störf.
Rafeindavélfræði 2
Nemendur læra um virkni og notkun ýmissa skynjara og mótora sem tengjast tölvustýringum. Þeir læra að tengja saman ólíka íhluti, skynjara og drif. Þeir læra um tengimáta og breytingu gagna milli mismunandi kerfa. Aðferðir við umbreytingu stafrænna gagna yfir í analog og öfugt. Nemendur vinna flóknari verkefni en í undanfara og takast á við erfiðari forritun fyrir PIC örgjörva með ýmist Assembler, Basic eða C – C#.
Rafeindavélfræði 3
Áfanginn er sveinsprófsáfangi og fjallar um virkni stýritölva sem byggja á sérhæfðum örgjörvum (Micro Controlers). Nemendur vinna verkefni við stýrieiningar sem hafa tiltekna virkni. Nemendur hanna flæðirit og forrit, hanna eða velja rétta tengibrú (interface) og fá búnaðinn til að virka. Verkefni eru krefjandi og reyna á hæfni nemenda til að leita lausna á netinu eða eftir öðrum leiðum. Nemendur hanna og smíða verkefni sem tengjast síðan um tengibrú (interface). Nemendur smíða eða prenta vélahluti sem vantar.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050