3 áfangar - 15 einingar

Rafeindarásir og mælingar 1

Nemendur æfast í notkun mælitækja og gera sér grein fyrir áhrifum mælitækja á virkar rásir. Nemendur vinna verkefni við einfaldar transistorrásir, æfast í mælingum með AVO mæla og sveiflusjár. Nemendur gera sér grein fyrir hvaða áhrif innri viðnám mælitækja hafa á áhrif mælinga. Nemendur læra að setja upp einfaldar rafeindarásir s.s. transistormagnara og aðgerðarmagnara í mismunandi tengingum og gera mælingar til glöggvunar á virkni. Þættir eins og mögnun, Z, tíðnisvörun eru mikilvægir. Nemendur læra um sveifluvaka og virkni helstu gerða. Nemendur þjálfast í teikningu rafeindarása og í notkun hermiforrita. Lögð er áhersla á að nemendur læri að sækja upplýsingar á Internetið og nýta þær. Nemendur læra um praktíska notkun rása og hvernig þær nýtast í almennum tækjabúnaði.

Rafeindarásir og mælingar 2

Nemendur kynnast SM spennugjafatækni og bera saman við hefðbundna spennugjafa. Nemendur læra um virkni SM spennugjafa, gera bilanagreiningu í slíkum tækjum og öðlast skilning á virkni þeirra. Áhersla er lögð á verklega vinnu við mælingar og túlkun mælingarniðurstaðna. Kynntar eru nokkrar gerðir orkubreyta, magnara og sérhæfðra magnara. Vinna við greiningu og bilanaleit í línulegum spennugjöfum.

Rafeindarásir og mælingar 3

Unnið er með almennan rafeindabúnað, fjarskiptatæki, SM-spennugjafa. Nemendur læra um virkni FM-sendinga og móttöku. Stereo og RDS tækni sem og mismunandi afmótun. Nemendur fara í bilanaleit í FM-tækni og SM-tækni. Nemendur fá yfirsýn yfir ýmsar rásir og tæki sem notuð eru t.d. um borð í skipum og á spítölum og yfir almenn heimilistæki. Nemendur læra um truflanir og áhrif þeirra á viðkvæman rafeindabúnað. Hvernig truflun getur haft áhrif á rafmagnsneti og í lofti og hvaða ráðstafanir eru mikilvægar í þessu samhengi og hvernig íhlutir gagnast. Áfanganum lýkur með sveinsprófi.