3 áfangar - 15 einingar
Fjarskiptatækni 1
Í þessum áfanga eru kennd undirstöðuatriði styrk- og tíðnimótunar. Fjallað er um tíðnirófið sem notað er til fjarskipta og skýrt hvernig radíómerki dreifast frá loftneti (H/E). Kynntar eru helstu gerðir loftneta og hvernig tíðni og næmni eru reiknuð. Kennd eru undirstöðuatriði er varða sendingar á hliðrænum og stafrænum merkjum eftir boðskiptalögnum og þráðlaust. Kynntar eru helstu gerðir kapla og annarra hátíðnimerkjabera sem og efni sem notað er í loftnetskerfum. Nemendur læra að reikna út einföld loftnetskerfi gagnvart styrk merkis og deyfingu í köplum og dósum. Virkni VHF-sendistöðvar er skýrð og gerðar mælingar á sendistyrk og standbylgju. Notkun mælitækja er æfð og fræðilegur grunnur styrktur með mælingum.
Fjarskiptatækni 2
Í þessum áfanga er lögð áhersla á stafræna mótun og stafræna móttöku. Farið er í loftnetskerfi og síun á óæskilegum merkjum (filteringar). Fjallað er um mismunandi tíðnisvið. Lögð er áhersla á að nemendur nái góðum tökum á notkun loftnetsmæla og tíðnirófsgreini bæði fyrir hliðræn merki og stafræn merki. Nemendur læra að hanna einföld loftnetskerfi sem þeir svo setja upp samkvæmt reglum um styrk merkja í loftnetskerfum.
Fjarskiptatækni 3
Í áfanganum eru tekin fyrir loftnetskerfi fyrir hærri tíðni og fjallað um mismunandi stafrænar mótunaraðferðir. Kennd er notkun mælitækja til mælinga á boðskiptalögnum með loftnetsmæli og tíðnirófsgreini. Farið er í Catkerfi, ljósleiðarakerfi og stærri loftnetskerfi með millitíðnigreiningu og A/D-umbreytingu með CAT 5-dreifingu á merki í stafrænu formi. Þá er fjallað um efnistöku, verðútreikninga og tilboðsgerð og gerðar mælingaáætlanir og mælingar á loftnetskerfi ásamt skýrslugerð.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050