3 áfangar - 3 einingar

Áfangar á námskrá Verkmenntaskólans á Akureyri*

Fagteikning veikstraums 1

Nemendur teikna stærri og flóknar rafeindarásir, læra að útbúa blokkmyndir af stórum rafeindarásum. Einnig læra nemendur að teikna fjarskipta-, öryggis- og eftirlitskerfi. Æfa teikningalestur með því að útbúa lýsingu á virkni rása.

Fagteikning veikstraums 2

Nemendur ná tökum á teikniforriti og að teikna einfaldar rafeindarásir. Nemendur læra um hefðbundin form teikninga, stöðluð tákn og merkingar. Nemendur æfa sig í mismunandi gerðum teikninga.

Fagteikning veikstraums 3

Nemendur læra um teiknitákn í rafeindavélbúnaði og að teikna einfalt iðnstýrikerfi með skynjurum og mótorum. Einnig eru teiknuð kerfi þar sem sjálfvirkni er til staðar og samspil búnaðar yfir net (Internet hlutana). Teikningar uppfylla kröfur þannig að iðnaðarmenn geti unnið eftir henni.