Á námskeiðinu verður farið í grunnþætti lýsingar og tækni, sögulegt samhengi lýsingar fyrir viðburði og tilkomu starfsgreinarinnar. Aðferðafræði skoðuð og þar á meðal mismunandi áhrif styrks, áttar, litar og áferðar.
Tæknilegar útfærslur á ljósabúnaði t.d mismunandi ljósgjafar, tæknilegrar skipulagningar, útfærslu og uppsetningar á ljósakerfum og samskipta innan þeirra.
Þátttakendur fá að kynna sér og skipuleggja búnað sem verður á staðnum og koma kerfinu í virkni. Farið verður í forritun á ljósborðum, samskiptastöðlum, ljósa-netkerfum fyrir viðburði og fleira.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 48.400 kr
SART: 41.140 kr
RSÍ endurmenntun: 16.940 kr
Meistaraskóli: 9680 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050