Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.
Áfangaheiti: VINN80GRUNN
Grunnnámskeið vinnuvéla er stundum kallað „Stóra námskeiðið“.
Námskeiðið veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi.
Íslensk réttindi eru viðurkennd víðast hvar í Evrópu.
Námskeiðið fer 99% fram í fjarnámi, aðeins lokaprófið er í kennslustofu hjá Vinnuverndarskólanum, á vinnustöðum
eða í fjarnámsmiðstöð eftir samkomulagi.
Allir sem eru orðnir 16 ára geta tekið námskeiðið en til að fá fullgild vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að
vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.
Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, ítarefni, verkefnum sem eru krossaspurningar og krossaprófum. Það þarf að leysa verkefnin og standast prófin til geta haldið áfram á námskeiðinu.
Að námskeiðinu loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi. Að verklegri þjálfun lokinni er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu. Vinnueftirlitið gefur út vinnuvélaskírteini. Öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum.
Skólinn hvetur nemendur til að halda sig að náminu og ljúka að jafnaði 1-4 köflum á dag.
Bókleg lokapróf eru haldin hjá Rafmennt Stórhöfða 27, 110 Reykjavík.
Næstu próf verða haldin:
Apríl
Maí
Júní
Fullt verð (utan félagsmenn): 69.000 kr
RSÍ endurmenntun: 24.150 kr
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Grunnnámskeið vinnuvéla | 05. maí 2025 - 30. jún 2025 | Alltaf opið | 24.150 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050