Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Brúkranar sem lyfta 5 tonnum og meiru urðu réttindaskyldar vinnuvélar 1. október 2021.
Þetta gerðist með nýjum reglum sem eru númer 1116.

Brúkranar eru vinnuvélar í skráningarflokki C hjá Vinnueftirlitinu.

Uppbygging námskeiðsins:

Brúkrananámskeið Vinnuverndarskólans er í 100% fjarnámi. Þátttakendur horfa á stutta fyrirlestra í tölvu og
taka tvö krossapróf.

Það er hægt að byrja á námskeiðinu þegar hvernær sem er og fólk getur lært þegar því hentar.
Það má reikna með því að það taki 3-4 klst. að klára námskeiðið.

 

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um vinnuverndarlög, reglur og vinnuverndarstarf.
Seinni hlutinn fjallar um uppbyggingu og notkun brúkrana, stjórntæki, hífivír, ásláttarbúnað o.fl.

 

Innifalin eru öll námsgögn, fyrirlestrar og próf.

Námskeið er einnig í boði á ensku og pólsku.


Fullt verð: 24.900 kr

RSÍ endurmenntun: 8.715 kr


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Brúkrananámskeið 05. maí 2025 - 30. jún 2025 Alltaf opið 8.715 kr. Skráning