Áfangaheiti: ALMN12SKIPUL

Harry Ford er framleiðslustjóri fyrir Ten Four Productions sem kemur að heimstónleikaferðalagi Ed Sheeran.

Farið verður yfir hvernig skipulagi langra og stærri tónleikaferða er háttað útfrá tæknilegu og almennu skipulagi.

Meðal annars verður farið í:

- Millilandaflutningur búnaðar, listamanna og tæknifólks.

- Skipulag og tilhögun ferðalaga innan og yfir landamæri.

- Kostnaðaráætlun, skattalegt eðli millilandaflutnings á búnaði.

- Umsóknir atvinnuleyfa og meðferð þeirra.

- Samskipti og samningar við tónleikahaldara.

- Öryggi á tónleikastað.

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið fer fram á Ensku. Mælst er til þess að þátttakendur séu með fartölvur.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 54.000 kr

RSÍ endurmenntun: 18.900 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Tæknifólk