Áfangaheiti: UPTÆ16nettæk OT

Nýja kynslóðin í þráðlausum netkerfum. 

 

Á þessu námskeiði er lög áhersla á OT-net, oft nefnt Tæknikerfi. OT stendur fyrir Operational Technology og einbeitir sér á tryggja netsamskipti yfir iðntölvur, stýritölvur, framleiðslulínur, þjarka sem dæmi. Í OT netum er meiri áhersla lögð á öryggi og áreiðanleika, þar sem niðurtími eða truflanir geta skapað hættur og jafnvel lífshættulegan skaða, á meðan í hefðbundum upplýsingakerfum (IT) er leitast við að upplýsingar séu aðgengilegar og öruggar. Segja má að OT-net séu iðnaðarnet og eru slíkt net í gangi í verksmiðjum, orku- og vatnsverum og álverum sem dæmi.

Farið er í að skipuleggja uppsetningu íhluta kerfisins og kynnst helstu íhlutum.  Einnig verður farið yfir forritunarviðmót umsjónaraðila kerfisins. 

Kynnt verður hvernig kerfin voru fyrir nokkum árum og hvernig þau hafa breyst, hverjar voru varnirnar þá og hverjar þær eru í dag.

Skýjalausnir eru kynntar og hvernig umsjónaraðili getur stýrt og stjórnað kerfinu af netinu eða í gegnum eldveggin.

Farið verður í SD-Branch sem er högun þar sem öll uppsetning og forritun getur átt sér stað áður en búnaður er settur upp.

 

IT vs OT áskoranir eru skoðaðar, hvernig er best að stjórna búnaði frá Fortinet og hvernig hægt er að besta uppsetningar á mörgum ihlutum í einu, hvernig búnaður er vaktaður. Hvaða búnaður hentar best fyrir mismunandi umhverfi, hvort sem þau eru utandyra, á skrifstofu, hóteli eða á verksmiðjugólfi.

 

Þetta námsskeið er ætlað þeim sem þurfa að þekkja eða vilja kynnast þessu umhverfi til að geta tekið faglegar ákvarðanir samkvæmt stöðlum og reglugerðum varðandi hönnun, uppsetningu breytingum og bilanaleit.

Kennt verður á helstu aðgerðir og hugtök í minni netkerfum og fókusinn aðalega á þráðlaus netkerfi (WIFI). Þetta er verkleg kennsla og það verður hannað, sett upp og kennt kerfisumsjón með nýjustu tegund GUI viðmóts WiFi kerfa.

 

Farið er yfir RF, BW, S/N og Guard Interval og önnur truflana gildi sem þarf að hafa í huga til að hámarka flutnings getu kerfa.


Búnaður: Við mælum með að notast sé við eigin tölvur í námsskeiðinu. Aðgengi að kennslukerfum Fortinet

 

Undanfari: Gerð er krafa á að nemendur hafi grunnskilning á virkni netkerfa. Gott er að hafa tekið NSE, en ekki nauðsynlegt.

 

Kennari er Ingólfur Andri Ágústsson


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.


Fullt verð: 48.400


SART: 41.140

RSÍ endurmenntun: 16.940

Er í meistaraskóla: 9.680


Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun Almenn námskeið Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Netþjónusta - Tæknikerfi (OT) - Fortinet 12. feb 2025 - 13. feb 2025 Ingólfur Andri Ágústsson 8:30 - 16:30 Stórhöfði 27 16.940 kr. Skráning