Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafvirkja/Meistaraskóla rafeindavirkja

 

Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar (MÖRY4BB02) - 2 einingar

Viðfangsefni áfangans er um hina ýmsu íhluti brunaviðvörunarkerfa, eiginleika þeirra, notkunarsvið, lagnir og tengingar. Þá er fjallað um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa. Fylgt er reglugerð um brunavarnir, einnig læra nemendur skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra, notkunarsviði og helstu reglum þar um.

Athugið:  Til þess að standast námskeiðið til meistaranáms, þarf einkunnina 5.

Þátttakendur sem ljúka prófi með einkunnina 7, fá heimild til þess að starfa við brunaviðvörunarkerfi þar sem fyrir liggur starfsleyfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og eiga þá einnig kost á því að sækja um starfsleyfi sjálfir að fengnu meistarabréfi

Eftir þetta námskeið hafa þátttakendur einnig heimild til þess að lagfæra brunaþéttingar eftir sjálfa sig og aðra iðnaðarmenn, (undir starfsleyfi).

Sjá frekari upplýsingar á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna

Nánar


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 72.000 kr

SART: 61.200 kr

RSÍ endurmenntun: 25.200 kr

Er í meistaraskóla: 14.400 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Meistaraskóli rafvirkja Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar 02. des 2024 - 04. des 2024 Guðmundur Gunnarsson Þórir Helgi Helgason 08:30-16:30 Teams og Stórhöfða 27 25.200 kr. Fullt
Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar 20. mar 2025 - 22. mar 2025 08:30-16:30 Stórhöfði og Teams 25.400 kr. Skráning
Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar 03. apr 2025 - 05. apr 2025 08:30-16:30 Teams og Stórhöfði 27 25.400 kr. Skráning