Áfangaheiti: RAFL04ÁKVÆ

Tilgangur námskeiðsins er að kynna nýja útgáfu af ákvæðisvinnukerfi rafiðnaði (á www.ar.is) og
þær breytingar sem hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu.

Námskeiðið mun einnig nýtast þeim sem ekki hafa notað ákvæðisvinnukerfið en vilja kynnast því
og nýjum möguleikum til að útbúa tilboð í kerfinu.

Dagskrá námskeiðsins verður þessi:

  1. Ákvæðisvinna - forsagan
  2. Innskráning og upphafssíða
  3. Ákvæðisgrunnurinn – endurröðun
  4. Magnskrár og magnskráning
  5. Uppgjör ákvæðisvinnu
  6. Tegundir verka
  7. Tilboðsgerð og kostnaðaráætlanir
  8. Annað (sniðmát, ábendingar, eigin verð, afrita magnskrár, birgjar …)
  9. Framhaldið

Þeir sem einungis eru að nota núverandi útgáfu til að skrá ákvæðisvinnu og hafa ekki hug á að nýta sér kerfið í meira en það geta yfirgefið námskeiðið eftir fyrstu fjóra dagskrárliðina.

Í dagskrárlið fimm er fjallað um hvernig gera eigi upp ákvæðisvinnu í kerfinu, sem er í grundvallaratriðum eins og er í núverandi útgáfu.

Í dagskrárliðum sjö og átta er fjallað um hvernig hægt er að útbúa tilboð og kostnaðaráætlanir í kerfinu og nýir möguleikar þess kynntir.

Í dagskrárlið níu er fjallað um hvernig framhaldið á þróun kerfisins er fyrirhugað.

Þeir sem vilja geta komið með sína eigin fartölvu og fengið aðgang að og prófað nýju útgáfuna á námskeiðinu, en það er ekki skilyrði fyrir þátttöku.

 


Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.


 

Flokkar: Endurmenntun